Þrír litir: Skipta hópnum upp í þrjá liti, gulur, rauður og blár.
1) Allir hlaupa frjálst um svæðið, en boltunum er alltaf leikið á milli manna eftir ákveðinni litaröð; gulur gefur á rauðan, rauður á bláan og blár á gulan. 3 boltar í umferð hverju sinni. Áhersla á hlaup án bolta.
2) Tveir litir á móti einum, sá litur sem klúðrar boltanum fer allur í miðju o.s.fr.
6 leikmenn vinna saman í sendingaæfingu, þar sem boltanum er spilað á milli manna eftir fyrirfram ákveðinni Y braut.
Sömu grunn sendingar og í fyrri æfingu, en nú á að sækja að marki og ljúka sókninni með skoti.
Skipt í tvö lið sem þurfa að ná fimm sendingum innan liðsins áður en þau meiga gefa á sóknarmann sem leikur einn á einn fyrir framan markið. Eftir ákveðin tíma er skipt um sóknarmenn.